Spitzhundadeild HRFI

Stigahæsti hundur deildarinnar 2013 Væntanlegt!!

Alaskan Malamute


Útlit

Samkvæmt staðli FCI er æskileg hæð á herðarkamb hjá tíkum 58 cm og þyngd 34 kg,rakkar 63,5 cm og 38 kg. Þyngdir allt að 54 kg stundum séðar en það er óalgengt en þannig hundar eru aðalega ræktaðir af ræktendum sem markaðsetja þá sem risa malamute (Giant Malamute). Þessar stærðir eru ekki í samræni við sögu kynsins eða samkvæmt sýningarstöðlum. Feldur þeirra er þéttur, tvöfaldur og harðgerðari en á smærri tegundini Siberian Husky.

Leyfilegir litir og bygging
Frá ljósgráum í litbrigði af svörtun, eða frá gulllituðum í litbrigði af rauðum út í lifurlitað. Alltaf hvítur á neðri hluta líkamans, hluta af leggjunum, á fótum og með hvíta grímu eða hettu. Eini leyfilegi heilliturinn er hvítur.  Augu þeirra eru alltaf brún, allt frá dökk brúnum til ljós brúnna.Líkamsbygging þeirra er þannig að þeir eru þéttbyggðir og stórbeinóttir og þar af leiðandi geta þeir dregið gríðarlegar þyngdir, allt að 2.tonn.

Uppruni
Hann er nefndur eftir Malamut Inúítum sem búa á heimskautsströnd Vestur-Alaska. Þessi tegund var notuð sem sleðahundur í heimalandi sínu löngu áður en Evrópubúar komu til Ameríku, þeir geta dregið mjög þungar birgðir.

Ýmislegt um Malamute
Malamutinn hefur nánast ekkert breyst í gegnum tíðinna eins og margar aðrar nútíma tegundir. Malamute eru mjög hændir að fólki og þess vegna eru þeir eftirsóttir sem gæludýr.
Það er æskilegt að fylgjast með þeim í kringum smærri börn vegn stærðar þeirra og styrks,
eins og á við hverja aðra stóra hundategundir. Þrátt fyrir stærð þeirra eru þeir mjög fimir í kringum húsgöng og smærri hluti sem gerir þá að afbragðs heimilis hundum.
Flest allir Malamute eru mjög hljóðlátir og gelta sjaldan ólíkt flestum öðrum hundategundum.
Þeir eiga það til að tala við eigendur sína með eitthverskonar spangóli eða  “Woo Wooo” hljóði.
(til gaman má geta að tala persónunar Chewbacca í Star Wars voru byggðar á Malamute hundi Geroge Lucas sem hét Indiana)