Spitzhundadeild HRFI

Stigahæsti hundur deildarinnar 2013 Væntanlegt!!

                           Fréttir

 

 

 

23.02.2012

                            Vegna aðalfundar Spitzhundadeildar

Vegna sýningarinnar sem verður haldin um helgina verða því miður engir stólar á skrifstofu HRFÍ. Eru þeir sem vilja því beðnir um að taka með sér stóla. 

Kveðja,
Stjórnin

 

12.02.2012

      Aðalfundur Spítzhundadeildar


Verður haldinn föstudaginn 24. febrúar kl 19 á skrifstofu HRFI, Síðumúla 15, á 2 hæð.
ATH Stjórn ræktunardeildar skal skipuð fimm félagsmönnum.

Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar. Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn.

Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Á fyrsta fundi eftir ársfund skal stjórn velja sér formann.

Stjórn Spítzhundadeildar.

 

 

 

 

20.12.2012

Gæludýr.is styrktu Spitzhundadeildina á nóvembersýningunni og gáfu eignabikara fyrir Siberian Husky, besta rakka og bestu tík og bestu hvolpa 4-6 mánaða og 6-9 mánaða. Og þau gáfu einnig verðlauna peninga fyrir 4 Bestu rakka tegundar og 4 Bestu tíkur tegundar. Takk æðislega fyrir okkur.

Stjórn Spitzhundadeildar

 

------------------------------------------------- 

10.11.2011

Höfum bætt við sýningarþjálfunum sunnudaginn 13. nóvember.
Þær verða haldnar í Reiðhöll Fáks í Víðidal
kl. 17:00-18:00 (Litlir hundar og hvolpar)
kl. 18:00-19:00 (Stórir hundar)

Skiptið kostar að venju 500 kr. fyrir alla þá sem mæta með hund.

Seinasta sýningarþjálfun deildarinnar verður svo í Gæludýr.is, Korputorgi þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:30-21:30 

 

27.10.2011

Spítzhundaganga
Spitzhundaganga verður næstkomandi laugardag 29 okt. kl 13:00
Ætlum að hittast hjá Bæjarins bestu og labba hringinn í kringum tjörnina og enda síðan að fá okkur pylsu.
 
Göngunefnd.

19.10.2011

 

 Sýningaþjálfanir hjá Spitzhundadeildinni fyrir nóvembersýninguna

Verða haldnar í Gæludýr.is, Korputorgi eftirfarandi daga:

Miðvikudaginn 26. október kl. 18-19
Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 18:30-19:30
Föstudaginn 4. nóvember kl. 18-19
Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20:30-21:30

Laugardagurinn 5.nóvember kl 14-15

Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:30-21:30
Minni alla á að koma með nammi/dót, sýningartaum og kúkapoka.
Skiptið kostar 500 kr.

 

 ----------------------------------------------------------------------

Skráningarfrestur fyrir nóvembersýninguna rennur út föstudaginn 21 október. 

 ------------------------------------------ 

Laugavegsganga HRFÍ 

Laugavegsganga HRFÍ verður laugardaginn 22. október nk. kl. 13.00. Gengið verður frá Hlemm, niður Laugaveginn og endar gangan í Hljómskálagarðinum þar sem Vinnuhundadeild og Íþróttadeild verða með skemmtiatriði. Skólahljómsveit Kópavogs mun slá taktinn og leiða gönguna eins og fyrri ár. Viðburða- og skemmtinefnd HRFÍ hvetur allar deildir til að auglýsa gönguna vel meðal sinna deildarmeðlima, t.d. með því að senda tilkynningu á póstlista og á heimasíður deildanna.

Laugavegsgangan er kjörið tækifæri fyrir okkur, ábyrga hundeigendur, til að sýna almenningi hvað ábyrgt og gott hundahald gengur út á. Í ljósi neikvæðrar umræðu undanfarið í garð hundeigenda er um að gera að nýta þetta tækifæri til að koma því jákvæða á framfæri.Við hvetjum til þess að deildir hópi sig saman með sömu hundategundir. Ágúst Ágústsson mun útvega skilti með nöfnum tegundanna ef fólk vill. Vinsamlegast tilkynnið með tölvupósti á [email protected] ef þið viljið nota skiltin í síðasta lagi föstudaginn 21. október.

Stöndum saman og komum ábyrgu hundahaldi á framfæri í eitt skipti fyrir öll!


----------------------------------------------------------------------

 

16.09.2011

Styrktaraðilar á ágústsýningunni 

Gæludýr.is styrktu Spítzhundadeildina á ágústsýningunni og gáfu eignabikara fyrir Siberian Husky, besta rakka og bestu tík og bestu hvolpa 4-6 mánaða og 6-9 mánaða. Og þau gáfu einnig verðlauna peninga fyrir 4 Bestu rakka tegundar og 4 Bestu tíkur tegundar. Takk æðislega fyrir okkur.

Stjórn Spítzhundadeildar.

 

 

 -----------------------------------------------------------

 

12.08.2011

Sýningaþjálfanir fyrir ágústsýninguna á vegum Spítzhundadeildar. 

Sýningaþjálfanir á vegum Spítzhundadeildar verða haldnar eftirfarandi daga, Föstudaginn 12. ágúst kl 20. Ikea planið.
Þriðjudaginn 16. ágúst kl 20. REIÐHÖLLIN Í VÍÐIDAL.
Fimmtudaginn 18, ágúst kl 20, Byko plan hliðina á IKEA.
Mánudaginn 22. ágúst kl 20, Byko plan hliðina á IKEA.
Þriðjudaginn 23. ágúst kl 20, Reiðhöllin í VÍÐIDAL.

Þjálfari Stefán Arnarson.

Skiptið kostar 500 kr, sem rennur til styrktar deildar.
Allir velkomnir.


Fyrir hönd stjórnar

Auður Eyberg

 

 

 -------------------------------------------------

 

05.08.2011

 

Yngri sýnendur - barnaskemmtun

PMF-deildar HRFÍ

Sunnudaginn 21. ágúst stendur PMF-deild fyrir skemmtun fyrir yngsta hundaáhugafólkið úr öllum deildum. Skemmtunin fer fram í húsnæði Gæludýr.is á Korputorgi og hefst kl. 14:00.

Um er að ræða skemmtisýningu fyrir börn sem ekki hafa náð tilskyldum aldri til að fá að taka þátt í ungum sýnendum á opinberum sýningum HRFÍ.

Yngri sýnendum verður skipt í 3 flokka:
...- Flokkur barna sem fædd eru eftir 21. ágúst 2001 og fram til 2004 (mega ekki vera búin að ná 10 ára aldri á sýningardag).
- Flokkur barna sem fædd eru 2005 eða síðar.
- Flokkur barna með aðstoðarmanneskju - en þar má einn fullorðinn aðstoða sýnandann.

Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. sæti í hverjum flokki fyrir sig, auk þess sem allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal.

Dómari verður Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem sjálf hefur keppt sem ungur sýnandi í nokkur ár og auk þess verið í dómaranámi. Nánari kynning kemur síðar.

Skráning fer fram á tímabilinu 1. til 14. ágúst og skal tilkynnt deildinni til Diljár Þorgeirsdóttur, formanns, í tölvupósti á [email protected] eða í síma 661 4249. Við skráningu þarf að geta nafns og aldurs barnsins, tegundar hundsins og nafns hans. Vinsamlegast athugið að ekki má sýna lóðatíkur á viðburði sem þessum. Skráningargjald er 1.000 krónur.

Hundar verða spenntir fyrir kerrur á svæðinu og boðið upp á kerruferðir fyrir yngstu börnin. Þá verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi.

Af þessu tilefni verður einnig boðið upp á þjálfun fyrir börnin á sýningarþjálfunum deildarinnar miðvikudagana 10. og 17. ágúst næstkomandi.

 

Kveðja 

Stjórn PMF deildar.

 

28.07.2011

 

Sérsýning Papillon og Phalene deildar

 
Sérsýning Papillon og Phalene deildar var haldin laugardaginn 26. mars 2011. Deildin bauð Chow chow hundum og Pomeranian hundum að taka þátt á sýningunni.  Spítzhundadeild átti 2 af 4 bestu hundum sýningar. Pomeranian tíkin hún C.I.B. ISCh RUSCh BLRCh LITCh EUJW-09 BLRW-09 UKUCh Dan-Star-Kom Ili Dolka kom sá og sigraði. Hún varð Besti hundur  sýningar. Eigandi hennar er Sigurlaug Sverrisdóttir.

Chow chow rakkinn Dropasteins Oriental Junior varð 3. Besti hundur sýningar, með sitt fyrsta íslenska meistarastig. Eigandi hans er Auður Erna Pétursdóttir.

Einnig tók Chow chow þátt  í ræktunarhóp og urðu þeir 2. Besti ræktunarhópur sýningar. Ræktendur Tryggvi Erlingsson og Ingibjörg Svana Runólfsdóttir.

Við viljum óska öllum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

 
Kveðja
Stjórnin

21.07.2011

Útilega Spitzhundadeildarinnar fellur niður vegna óviðráðanlegra aðstæðna

Kveðja,
Stjórnin

25.06.2011
Útilega Spítzhundadeildar árið 2011
Jæja loksins er komið að því Spítzhundadeild ætlar í útilegu og ætlum við að skemmta okkur vel og hafa gaman með góðu fólki og hundum.
Við verðum með fjölbreytta dagsskrá sem verður auglýst síðar.

Útilegan verður haldin helgina 22-24 júlí, á Syðra Langholti, Álfaskeið. Syðra Langholt er í Hrunamannaheppi rétt hjá Flúðum. Í Syðra-Langholti er rekið gistiheimili, tjaldsvæði og hestaleiga. Það er staðsett á fallegum stað miðsvæðis á Suðurlandi, stutt er í marga athyglisverða staði á borð við Gullfoss, Geysi og Þjórsárdalinn með Hjálparfoss og Stöng. Syðra Langholt er um 1 ½ klukkutíma frá Reykjavík.

Hér er heimasíðan þeirra.
http://www.facebook.com/l/e80d1tRdl3Utat8WjlJ819Cw3lA/www.sydralangholt.is/
Hér er kort hvar þetta er.
http://www.facebook.com/l/e80d1JwqIaNuagxJ6BS9B_jNnBw/www.south.is/Ferdaupplysingar/Skodathjonustu/travel-service-sydralangholt

Tjaldsvæðið, það kostar 1500 kr tjaldið.
Gistiheimilið, 14 þúsund kr nóttin 2 manna herbergi uppábúið, með morgunmat innifalið.
Þeir sem vilja koma í útilegu mega senda póst á spitzhundar(at)gmail.com, því gott er að vita cirka fjöldan, upp á að fá stærra tjaldsvæði.

Vil benda á að við höfum hundana okkar í bandi og hirðum upp eftir þá.

Allir velkomnir.

Kveðja,
Stjórn Spítzhundadeildar
31.05.2011

Góðar fréttir

Á júni sýningunni verða bikarar.

Farandsbikar verður í Siberian Husky.

Gæludýr.is gefur okkur eignabikara fyrir Siberian husky.
Besta hund tegundar,
2. Besta hund tegundar,
Besta ungviði tegundar,
Besta hvolp tegundar
Og þeir gefa einnig verðlaunapeninga fyrir 4 bestu rakka og 4 bestu tíkur tegundar.

Lífland gefur eignabikara fyrir Pomeranian og Alaskan Malamute.
Besti hundur tegundar í Pomeranian.
Í Alaskan Malamute:
Besti hundur tegundar
Besti hvolpur tegndar.

Eignabikara fyrir Chow chow gefur Dropasteinsræktun.
Besti hundur tegundar
Annar Besti hundur tegundar

Eignabikara fyrir Samoyed gefur Gunnar Jónsson

Fyrir hönd stjórnar,
Auður Eyberg

15.05.2011

Stjórn Spitzhundadeildar vill koma því á framfæri að engir bikarar verða á næstu sýningu fyrir tegundir deildarinnar.

Ræktendum og öðrum er að sjálfsögðu frjálst að kaupa bikara vilji þeir það.

Stjórn Spitzhundadeildar

24.03.2011

 Sérsýning Papillon og Phalene deildar

Dagskrá sýningar:

Hringur 1 – Fredrik Nilsson
9:00 Ungir sýnendur
10:00 Papillon (31)
12:04 Phalene (1)

Hringur 2 - Mikael Nilsson
9:00 Standard poodle (6)
9:24 Miniature poodle (3)
9:36 Toy poodle (4)
9:52 Bichon frise (4)
10:04 Maltese (2)
10:12 Havanese (1)
10:16 Chihuahua, snögghærður (7)
10:44 Chihuahua,síðhærður (17)

12:30 BIS úrslit
  Besta par sýningar Fredrik Nilsson
• Besti hvolpur sýningar (yngri flokkur) – Bara papillon
• Besti hvolpur sýningar (eldri flokkur) – Mikael Nilsson
• Besti öldungur sýningar – Fredrik Nilsson
• Besti ræktunarhópur sýningar – Mikael Nilsson 
• Besti afkvæmahópur sýningar – Fredrik Nilsson
• BIS (10 tegundir) – Mikael Nilsson

Eftir hádegi
Hringur 1 – Mikael Nilsson
13:30 Papillon (31)
15:34 Phalene (1)
15:45 Ungir sýnendur

Hringur 2 – Fredrik Nilsson
13:30 Chihuahua, síðhærður (17)
14:38 Chihuahua, snögghærður (7)
15:06 Chow Chow (4)
15: 22 Pomeranian (2)
16:30 BIS úrslit
  Besta par sýningar - Fredrik Nilsson
• Besti hvolpur sýningar (yngri flokkur) – Bara papillon
• Besti hvolpur sýningar (eldri flokkur) – Bara papillon
• Besti öldungur sýningar – Mikael Nilsson
• Besti ræktunarhópur sýningar – Fredrik Nilsson
• Besti afkvæmahópur sýningar – Mikael Nilsson
• BIS (6 tegundir) – Fredrik Nilsson


Við viljum minna fólk á að koma tímanlega og sækja númerin sín. Hver eigandi fær eina sýningarskrá en hún gildir jafnframt sem happdrættismiði. Hægt er að kaupa sýningarskrá og auka happdrættisvinninga. Meðal vinninga verða; svínahamborgarahryggur, 1 kg Nóa-konfekt og ýmsir vinningar frá; Blómaval, Dekurdýrum, Dýrheimum, Garðheimum, K-9 og Vistor. Dregið verður úr vinningum í hádegishléi.

Einnig verður frábær veitingasala á staðnum en viljum við minna fólk á að taka með sér pening þar sem við erum ekki með posa.

Hlökkum til að sjá ykkur í Gæludýr.is í Korputorgi um helgina :)

Fyrirfram þökk,

-- 
Kv,
Stjórn papillon- og phalénedeildar

18.03.2011

Augnskoðun og fyrirlestur 25.-27. mars

Finn Boserup og Susanne Kaarsholm frá Danmörku munu augnskoða hunda
í Sólheimakoti og á Akureyri 25.-26. mars. Jafnframt munu
dýralæknarnir halda fyrirlestur fyrir félagsmenn sunnudaginn 27.
mars. Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa
skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og
hundur er skráður. Augnskoðun kostar 5.720.- fyrir hund og er aðeins
fyrir virka félagsmenn í HRFÍ.

Mikilvægt er að skrá sig á fyrirlesturinn til þess að hægt sé
að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi húsnæði. Fyrirlesturinn
er eingöngu fyrir félagsmenn HRFÍ.
Föstudaginn 25. mars - Susanne Kaarsholm augnskoðar hunda í
Sólheimakoti frá kl.9:00 og Finn Boserup augnskoðar hunda á Akureyri
frá kl.9:45. Augnskoðunin á Akureyri fer fram hjá
Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, Dýrey, sjá vefsíðu:
http://www.dyrey.is, Perlugata
11, Kaupangur v. Mýrarveg.

Laugardaginn 26. mars - Báðir dýralæknarnir augnskoða hunda í
Sólheimakoti frá kl.9:00.

Sunnudaginn 27. mars - FYRIRLESTUR


Susanne Kaarsholm og Finn Boserup halda fyrirlestur fyrir félagsmenn
HRFÍ sunnudaginn 27. mars kl. 17:00, staðsetning verður auglýst
síðar.

Dýralæknarnir munu m.a. fjalla um uppbyggingu augans (eye anatomy),
PRA og arfgengni þess. Eftir fyrirlesturinn svara þau spurningum
félagsmanna. Félagsmenn geta sent þeim fyrirspurnir á ensku eða
dönsku fyrir fyrirlesturinn, vinsamlegast sendið fyrirspurnina á
[email protected].

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða
augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun.
Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar"
hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma
sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ
•Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða
olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr).
•Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum
félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og
skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr).
•Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.
•Sé þetta ákvæði ekki uppfyllt hefur hundur, ekki rétt til
þátttöku.
(Gildir frá 1. janúar 2004).

 

12.02.2011

Stigahæsti hundur í
Bronz hlýðni árið 2010

Var hundur úr Spítzhundadeildinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan deildin var stofnuð sem þessum árangri er náð.

Stigahæsti hundur í Bronz Hlýðni er Múla Týr. Týr er Siberian Husky.

 Eigandi: Pétur Skarp
Múla Týr hlaut 144 stig í Bronz hlýðni
sem haldið var á Akureyri þann 27.mars á vegum Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar Hrfi.

Við viljum óska eigendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Stjórn Spítzhundadeildar.

 

04.02.2010

 Lokahóf og aðalfundur Spitzhundadeildar

Lokahóf og aðalfundur Spitzhundadeildar verður haldið á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands, Síðumúla 15, sunnudaginn 27. febrúar nk. kl. 17:00

F.h. stjórnar,
Stefán Arnarson

17.01.2011

Tímabundin breyting á skráningu á
Alþjóðlegu hundasýningu HRFÍ

26. – 27. febrúar 2011


Vegna aukinna öryggiskrafna frá kreditkortafyrirtækjum getum við
því miður ekki tekið við greiðslukortaupplýsingum á vef
félagsins eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Hundaræktarfélagið er að láta búa til skráningarvef sem stenst
kröfur kreditkortafyrirtækjanna en hann verður því miður ekki
tilbúinn fyrir næstu sýningu.

Félagið hefur því ákveðið að taka á móti skráningum í
gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti, ekki er
tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.

Vegna ofangreindra breytinga verður síminn á skrifstofu HRFÍ opinn
frá kl.10:00-17:00 alla daga fram að síðasta skráningadegi.
Síðasta skráningardaginn, föstudaginn 28. janúar verður síminn
opinn frá kl.9:00-13:00. Félagsmenn geta eins og venjulega skráð á
sýninguna á opnunartíma skrifstofu.

Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að
skrá á sýninguna sem fyrst.

Breytingin mun hafa í för með sér að tafir geta orðið á
almennum störfum á skrifstofunni og eru félagsmenn beðnir að sýna
biðlund á meðan þetta ástand varir.

Senda þarf:
Nafn þátttkanda:
Kennitölu:
Heimilisfang:
Póstnúmer:
Símanúmer:
Netfang:
Greiðslukortanúmer verður að fylgja skráningu.
Mjög mikilvægt er að í "Subject" sé skráð: Ungir sýnendur -
skráning á febrúarsýningu.

17.01.2011

 Sýnendanámskeið

Sæl verið þið og gleðilegt ár!  
 
Nú förum við aftur af stað með sýnendanámskeiðin okkar þar sem
áhersla er lögð á sýnandann sjálfan.

BYRJENDANÁMSKEIÐ: Sunnudagur 23. janúar kl. 16-18 og mánudagur 24.
janúar kl. 19-21

BYRJENDANÁMSKEIÐ: Mánudagur 31. janúar kl. 19-21 og miðvikudagur
1. febrúar kl. 19-21

FRAMHALDSNÁMSKEIÐ (fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði
hjá okkur): Mánudagur 14. febrúar kl. 19-21 og miðvikudagur 16.
febrúar kl. 19-21

Námskeiðin fara fram í húsnæði Gæludýr.is á Korputorgi.

Byrjendanámskeið: 7.500 kr.
Framhaldsnámskeið: 6.500 kr.

Skráning fer fram á [email protected] [1]. Í skráningunni
þarf að koma fram nafn, hundategund, símanúmer og á hvaða
námskeið viðkomandi vill skrá sig.
 
Bestu kveðjur,
Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir.

Ps. Minnum á Facebook grúbbuna okkar "Viltu verða góður/betri
sýnandi" :)

03.01.2011

Dagatal Spitzhundadeildarinnar 2011

Stjórn Spitzhundadeildarinnar langar að benda fólki á að dagatal deildarinnar kostar nú aðeins 1000 kr. og kvetur stjórnin alla til að fá sér eintak.

Dagatalið er hægt að kaupa og fá heimsent með því að senda póst á [email protected] og gefa upp heimilisfang.

Dagatalið er einnig til sölu hjá Bendi ehf, Hlíðarsmára 13, Kópavogi og hjá Dýrabæ ehf, Hlíðarsmára 9, Kópavogi & Smáralind, Kópavogi & Kringlunni, Reykjavík.

 

01.01.2011

Spitzhundadeild HRFÍ óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir það gamla

30.12.2010

Stigahæstu hundar ársins 2010 í 
Spítzhundadeild HRFÍ

 

NafnTFebJúnÁgDeildNóvAllsSætiFj.Sýn.
C.I.B. ISCH RUSCH BLRCH LITCH EUJW-09          
BLRW-09 UKUCH Dan-Star-Kom Ili DolkaP4122114136415
ISCH CANCH Chriscendo Candid ShotP1444443025
Dropasteins Songshi SalkaC12113  2633
ISCH HCH B-Casper Jr. of Doghouse FarmH    23234-6.1
C.I.B. ISCH China Young‘s KarabasC   1211234-6.2
C.I.B. ISCH Anyka Bootylicious BabeH3313 4234-6.4
ISCH Múla BergH1344  2174
Saint Agnes of AssisiB555 52084
Múla HrímaH 133 31995
Múla Ynja H1 213 16103
Chayo Blue BloodA   1141511-12.2
C.I.B. ISCH Yukonjak’s Obuggda UlfurA3 12  1511-12.2
ISCH Chayo Step AheadA
4 4 513134
Krapi TýrA11    11141
Bylur á ísS5 4  9155
Leirdals Elju Myrkvi H   437162
Iceprincess For DropasteinsC  5  517-21.3
FreyjaS  5  517-21.1
Múla AskaH221  517-21.4
Miðnætur Dawn Of EosH   32517-21.5
ISShCh Aster Walhalla W5    517-21.1
Bedarra Bambolina BebeH 1 21422-23.5
Múla GolaH4    422-23.2
Eyberg Ice Black FireH  3  324-28.5
Bedarra Scipio AfricanusH  1 2324-28.5
Múla TýrH3    324-28.3
Char‘s Check Me OutP  3  324-28.2
Saint Angela MericiB  3  324-28.3
Hulduheims ValurH  2  229-30.3
ISCH Múla Blanco ÍslandusH2    229-30.1
Eyberg Ice Black DemonH    1131-32.4
Carillo Sølv UlvH1    131-32.1


A = Alaskan Malamute
B = Basenji
C = Chow Chow
H = Siberian Husky
P = Pomeranian
S = Samyoed
W = West Siberian Laika

 Sjá nánar undir Stigahæstu 2010

 

14.12.2010

Frá skrifstofu HRFÍ

 
Vegna mistaka í tölvuvinnslu á félagaskrá HRFÍ hefur orðið ruglingur á nöfnum og heimilisföngum félagsmanna við dreifingu á Sámi.
Vinsamlegast greiðið greiðsluseðla ykkar í heimbanka. Einnig er hægt að fá senda gíróseðla frá 
skrifstofu.
Ekki þarf að endursenda Sám en þeir sem ekki fá blaðið eru beðnir að hafa samband við
skrifstofu HRFÍ .

Ný félagsskírteini fylgja með næsta Sámi. Þeir sem þurfa að fá félagsskírteini fyrr eru
vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu HRFÍ.

Félagsmenn HRFÍ eru beðnir velvirðingar á mistökunum.

Með bestu kveðju,
Dótla Elín
Hundaræktarfélag Íslands
Sími: 588-5255 / Gsm: 865-1646
31.10.2010

Þakkir fyrir sýninguna

Stjórn Spítzhundadeildar  vill þakka Garðheimum innilega fyrir að lána okkur aðstöðuna og alla þá hjálp sem þeir veittu okkur. Án þeirra hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt.

Við viljun einnig þakka öllum áhorfendum fyrir að mæta og sýna sýningunni áhuga.

Við þökkum þeim félagsmönnum sem skráðu sig á sýninguna án ykkar væri engin sýning.

Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir æðislegan stuðning og æðislegar gjafir.

Æðislega takk fyrir okkur Bendir, Lífland,  Vistor, Garðheimar, Dekurdýr, Heimasmíði, Begga Magg.  

Viljum svo þakka Liz-Beth C. Liljeqvist innilega fyrir það að hafa dæmt sýninguna fyrir okkur.

Við þökkum starfsfólki sýningar fyrir hjálpina. Starfsfólk sýningar voru Brynja Tomer, Arnheiður Runólfsdóttir, Þorsteinn Thorsteinsson, Þórarinn Pálsson, Diljá Þorgeirsdóttir. Takk æðislega fyrir hjálpina.

Við viljum einnig þakka Sirrý Klemenzdóttir Ljósmyndara fyrir að vera á staðnum og bjóða upp á ljósmyndatöku. Við þökkum Kristni Guðmundssyni fyrir að taka video af sýningunni. Ennþá er hægt að panta eintak af sýningunni, ef þið viljið eintak sendið þá mail á [email protected]

Takk fyrir okkur öll sömul

Fyrir hönd Stjórnar
Auður Eyberg

27.10.2010

Út að borða eftir sýninguna

Við æltum að skella okkur saman út að borða strax eftir sýninguna.

Ætlum við að fara á Ruby Tuesday, Skipholti 19.

Kveðja,
Stjórnin

27.10.2010

Dagskrá deildarsýningarinnar: 

17:30-17:34

Alaskan Malamute (rakkar)

17:34-17:38

Alaskan Malamute (tíkur)

17:38-17:42

Chow Chow (rakkar)

17:42-17:46

Chow Chow (tíkur)

17:45-17:50

Pomeranian (rakkar)

17:50-18:06

Pomeranian (tíkur)

18:06-18:10

Samoyed (rakkar)

18:10-18:34

Siberian Husky (hvolpar)

18:34-19:06

Siberian Husky (rakkar)

19:06-20:06

Siberian Husky (tíkur)

 Úrslit hefjast svo um kl. 20:30

Stjórnin vill minna á að sýningarnúmerin verða ekki send í pósti heldur verða afhent á staðnum.

27.10.2010

Ljósmyndasamkeppni

Stjórn Spitzhundadeildar er loksins búin að velja sigurvegara úr ljósmyndasamkeppninni.
Sigurvegarinn er Sigurlaug Sverrisdóttir en hún sendi inn mynd af ISCH UKUCH RUSCH BLRCH LITCH EUJW-09 BLRW-09 Dan-Star-Kom Ili Dolka.

 

 Myndin mun prýða deildarbásinn í heilt ár og er forsíðumyndin á sýngarskrá deildarsýningarinnar.

Kveðja,
Stjórnin

20.10.2010

Sýningin verður tekin upp á video

Stjórn Spítzhundadeildar hefur fengið Kristinn Guðmundsson með sér í lið sem ætlar að taka upp alla sýninguna á video. Diskurinn mun kosta 2.600 kr.

Hægt er að panta eintak fyrir sýninguna og eftir sýninguna.

Pantanir sendist á [email protected]

Kveðja,
Stjórnin

20.10.2010

 

Viltu eiga fallega mynd af hundinum þínum?

Stjórn Spítzhundadeildar hefur fengið ljósmyndara með sér í lið. Ljósmyndarinn heitir Sirrý Klemenzdóttir. Hún kemur með bakgrunn og ljós og ætlar að taka stúdíómyndir af vinningshundunum.  Einnig verður boðið upp á að taka mynd af öðrum spítzhundum og einnig eru allar tegundir velkomnar til að fá mynd af sér. En spítzhundarnir ganga fyrir. Og þegar þeir eru búnir þá má koma með hina í myndatökuna.

Verð:
Mynd af vinningshundi 1000 kr.

Mynd af spítzhundi 1500 kr, þarf ekki að vera skráður á sýninguna.

Mynd af öllum öðrum hundum nema Spítzhundum  2500 kr.

 

Þeir sem vilja fá fallega mynd af hundinum sínum þá er gott að panta svo maður geti vitað fjöldan. En einnig er hægt að koma á staðinn og fá pantaða myndatöku.

Pantanir sendist á [email protected]

Allar upplýsingar um ljósmyndarann eru að finna á http://www.thettastudio.is/

Kveðja
Stjórnin

12.10.2010
Sérsýning Spitzhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands
29. október 2010

Sérsýning Spitzhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands fer fram föstudaginn 29. október 2010 í Garðheimum, Stekkjarbakka 4-6 109 Reykjavík.  Skráningafresti lýkur á miðnætti sunnudaginn 24. október 2010.


Skráning á sýninguna fer fram hér eða á skrifstofu félagsins.
Að auki er hægt að senda skráningu með pósti eða faxi.
Skráningar sem berast með tölvupósti eða í gegnum síma eru ekki teknar gildar.
Greiða þarf fyrir sýninguna með greiðslukorti eða koma við á skrifstofu félagsins, ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.

Þátttökurétt hafa hundar sem tilheyra Spitzhundadeild HRFÍ og eru með ættbók frá HRFÍ.
Allar tegundir innan tegundahóps 5 (að undanskildum íslenska fjárhundinum) tilheyra Spitzhundadeild HRFÍ.

Ekki verður boðið upp á afkvæma- og ræktunarhópa né parakeppni á þessari sýningu.

Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ sem sýna skal á sérsýningunni eru beðnir að ganga frá skráningu einni viku áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna.

Dómari sýningarinnar er: Liz-Beth C. Liljeqvist frá Svíþjóð.

Á þessari sýningu geta hundar fengið íslenskmeistarastig.

Sérsýningar sem þessi eru kjörinn vettvangur fyrir fólk sem hefur áhuga á spitzhundum og er að leita sér að hundi/hundategund að koma og sjá og hitta eigendur og ræktendur tegunda.

07.10.2010

 

Sérsýning Spitzhundadeildar

Spitzhundadeild HRFÍ hefur fengið samþykkt að halda sérsýningu fyrir allar tegundir innan deildarinnar.
Að því gefnu verður haldin sérsýning föstudagskvöldið 29. október nk.

Dómari á sýningunni verður Liz-Beth C. Liljeqvist frá Svíþjóð.
Liz-Beth mun halda ræktunarnámskeið á vegum HRFÍ 30.-31. október og ákvað deildin að nýta tækifærið og fá Liz-Beth til að dæma á sérsýningu deildarinnar.
En deildin hafði áður sótt um að fá sérsýningu en þeirri umsókn var hafnað.

Það styttist í að fólk geti farið að skrá á sýninguna á skrifstofu HRFÍ og er verð samkvæmt verðskrá meistarasýninga HRFÍ (2.530 kr. fyrir hvolpa (4-6 mán. og 6-9 mán) og 4.950 kr. fyrir alla aðra flokka).

Staðsetning og tímasetning verður auglýst fljótlega.
En ef einhver veit um gott frítt húsnæði má sá hinn sami endilega hafa samband við stjórnina. Einnig viljum við láta fólk vita að hugsanlega þarf að taka með sér klappstóla.

Þátttökurétt hafa allir Spitzhundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.


Stjórninni langar einnig að taka fram að því fleiri sem skrá sig, því meiri líkur eru á því að hægt verði að halda fleiri sérsýningar á vegum deildarinnar.

Kveðja,
Stjórn Spitzhundadeilar

21.09.2010
Viltu verða góður/betri sýnandi?
Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir hafa ákveðið að fara af stað með 
sýnendanámskeið þar sem áhersla er lögð á sýnandann sjálfan og hvernig hann ber sig að
í sýningarhringnum. Báðar hafa þær sýnt hunda með frábærum árangri frá unga aldri ásamt
því að þjálfa börn, unglinga og fullorðna fyrir sýningar HRFÍ.
Kynning á Auði Sif: - Var einn af stofnendum Unglingadeildar HRFÍ og var formaður hennar 
frá stofnun til ársins 2008.
- Keppti í ungum sýnendum og var fjórum sinnum stigahæsti ungi sýnandi ársins ásamt
því að vera fulltrúi Íslands í alþjóðlegri keppni ungra sýnenda á Crufts árin 1998, 1999 og
2000 en á milli 30-40 lönd senda fulltrúa í keppnina. Árið 1999 var hún í hópi 10 bestu en
árið 2000 náði hún þeim frábæra árangri að vera í 2. sæti í keppninni.
- Hefur verið þjálfari íslenska landsliðsins fyrir Norðurlandakeppni ungra sýnenda í 4 ár en
liðið hefur náð frábærum árangri í keppninni sem fyrst var haldin árið 2006.
- Hefur sýningarþjálfað börn, unglinga og fullorðna í 11 ár.
- Dómari í keppni ungra sýnenda. Hefur dæmt í Svíþjóð, Hollandi, Finnlandi og á Íslandi.
Þess má geta að henni var boðið að dæma úrslitakeppni ungra sýnenda í Finnlandi 2008 þar
sem hún valdi fulltrúa Finnlands fyrir alþjóðlegu keppnina á Crufts 2009.
- Hefur haldið námskeið fyrir unga sýnendur í Finnlandi.
- Hefur sýnt hunda í Skandinavíu og Bretlandi. Sýndi hunda í Finnlandi sumrin 2004 og
2005.
- Hefur sótt ýmis sýnendanámskeið og ræktunarnámskeið þar sem áhersla er lögð á
byggingu og hreyfingar hunda.
- Var aðstoðarmanneskja atvinnusýnandans Hugo Quevedo þegar hann hélt námskeið á
Íslandi 2009 og 2010.
- Stefnir á dómaranám í nánustu framtíð.
Kynning á Þorbjörgu Ástu: - Sitjandi formaður Unglingadeildar HRFÍ. - Keppti í ungum 
sýnendum og var fulltrúi Íslands á heimssýningunni í Svíþjóð 2008 og í alþjóðlegri keppni
ungra sýnenda á Crufts 2009 þar sem hún var meðal 10 bestu.
- Var í landsliði Íslands í Norðurlandakeppni ungra sýnenda árin 2006,  2007 og 2008.
Náði þeim frábæra árangri að verða tvisvar í 2. sæti með liðinu og varð í 3. sæti í
einstaklingskeppninni árið 2006.
- Hefur sýningarþjálfað börn, unglinga og fullorðna í mörg ár.
- Hefur sótt ýmis sýnendanámskeið og ræktunarnámskeið þar sem áhersla er lögð á
byggingu og hreyfingar hunda.
- Hefur sýnt hunda í Skandinavíu og Kanada og unnið sem „kennel hjálp“ í báðum löndum.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á eftirfarandi þætti:
- Persónulega þjálfun hvers og eins.
- Sýnandann sjálfan og sjálfsöryggi hans í sýningarhringnum.
- Alls kyns gagnlegar þjálfunaraðferðir sem gott er að nota þegar hundur er þjálfaður fyrir
sýningar.
- Allt sem viðkemur sýningarhringnum, t.d. hraða hundsins, taumhald, uppstillingu,
tímasetningu, hreyfingu í hóp, fígúrur, borðþjálfun (fyrir smáhunda) og fleira.
- Persónulegan stíl hvers og eins. - Í lok námskeiðsins verða allir þættir tvinnaðir saman
og farið verður í gegnum allt ferlið í heild sinni.
Námskeiðin fara fram tvö kvöld í 2 klst. í senn. Námskeiðsgjald er 7.500 kr. 
Fyrsta námskeiðið verður mánudaginn 27. september kl. 19-21 og miðvikudaginn 29.
september kl. 20-22 í reiðhöll Gusts í Kópavogi og er ætlað sýnendum íslenskra fjárhunda
og labrador retriever.
Skráning fer fram á synendan[email protected] og þar þarf að koma fram  nafn, 
símanúmer, hvort viðkomandi er byrjandi eða reyndur, tegund  hunds og netfang.
Athugið að aðeins 20 komast á námskeiðið.  
Bestu kveðjur, Auður GSM: 698-7142 Þorbjörg GSM: 844-0851 

 

31.08.2010

Dagatal Spitzhundadeildar

Dagatal Spitzhundadeildar 2011 er komið út og er það til sölu hjá:
Bendir, Hlíðarsmára 13, Kópavogi
Dýrabær
, Hlíðarsmára 9, Kópavogi
Stefán Arnarson, sími 847-5402.

Ekkert mál er að fá dagatalaði sent, en kaupandi mun þá borga sendingarkostnaðinn.

Dagatalið kostar 1500 kr.

Kveðja
Stjórnin

20.08.2010

Út að borða eftir sýninguna

Spitzhundadeildin ætlar að skella sér út að borða eftir sýninguna, laugardaginn 28. ágúst.
Verður farið á Ask, Suðurlandsbraut 4 og æltum við að mæta um kl. 19:00

Endilega látið stjórnina vita ef þið ætlið að mæta, [email protected]

19.08.2010

Myndirnar í ljósmyndasamkeppninni er hægt að finna í Photo Gallery hérna hægramegin á síðunni (neðst).

Viljum einnig geta þess að fresturinn til að senda inn myndir í keppninn hefur verið lengdur og er hægt að senda inn myndir til 23. ágúst.

19.08.2010

 

Spitzhundadeildar útilegan

Spitzhunda útilegan fór fram helgina 23.-25. júlí síðast liðin. Veðrið var mun betra en búist var við, en rigningu hafði verið spáð við Hótel Eldborg.

Góð mæting var á útileguna og skemmtu allir sér konunglega.

Ekki mættu nú reyndar margir á föstudeginu, en þeir sem voru mættir þá nýttu tíman til að kynnast betur og spjalla saman.

Á laugardeginum mættu fleiri og var þá haldin hlýðni keppni, sem gekk mjög vel, og einnig opin sýning.

Úrslitin voru eftirfarandi:
Hlýðni:
1. sæti: Hulduheims Úlfynjan Nala
2. sæti: Hulduheims Ronja
3. sæti: Úlfur Mikli
4. sæti: Bedarra Bambolina Bebe „Maya“

Opin sýning:
1. sæti: Hulduheims Valur – Siberian Husky
2. sæti: Bedarra Scipio Africanus „Frosti“ – Siberian Husky
3. sæti: Chayo Step Ahead „Demi“ – Alaskan Malamute
4. sæti: China Young‘s Missis Melaine „Melaine“ – Chow Chow

Um kvöldið var svo trallað og spjallað, en ekki mikið sungið þar sem gleymdist að koma með gítar.

Á sunnudeginum sváfu flestir út og var svo haldin dráttarhundakeppni seinna um daginn.

Úrslitin voru eftirfarandi:
1. Hulduheims (Hulda m. Hulduheims Skjöld og Hulduheims Dizzy Miss Lizzy) - 2:21
2. Team Elbresos (Kári m. Múla Bresta og Heimskauta Sólskins Tind) - 2:43
3. Linda m. Bedarra Scipio Africanus „Frosta“ og Hulduheims Úlfynjuna Nölu - 3:03
4. Siberian express (Baldvin m. Hulduheims Ronju og Úlf Mikla) - 3:27
5. Þorkell m. Hulduheims Val og Hulduheims Dizzy Miss Lizzy - 3:32
6. Krúsídúllurnar (Auður m. Young American Blow Away „Ljúf“ og Eyberg Ice Black Storm) - 4:02
7. Tara m. Chayo Step Ahead „Demi“ og Takoda C‘Minnesota Fats „Minnie“ - 4:59
8. Stefán m. Bedarra Bambolina Bebe „Mayu“ og Hulduheims Öglu - 5:13
9. Róbert m. Bedarra Scipio Africanus „Frosta“ og Bedarra Bambolina Bebe „Mayu“ - 5:20

Viljum við þakka öllum fyrir alveg frábæra helgi og vonumst við til að sjá alla aftur á næsta ári.

Bendir ehf. gaf veglega vinninga fyrir 1. Sætið í hlýðnikeppninni og einnig fyrir 1. Sætið í dráttarhundakeppninni. Viljum við einnig þakka þeim kærlega fyrir.

23.07.2010

Sýningarþjálfun unglingadeildar

Mánudagurinn 26. júlí kl. 18:00-20:00
18:00-19:00 Ungir sýnendur
19:00-20:00 Almennir sýnendur


ATH. Ekki verður sýningarþjálfun á frídag verslunnarmanna!


Mánudagurinn 9. ágúst kl. 18:00-20:00
18:00-19:00 Ungir sýnendur
19:00-20:00 Almennir sýnendur


Mánudagurinn 16. ágúst kl. 18:00-22:00

18:00-19:00 Ungir sýnendur
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
20:00-21:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
21:00-22:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10


Mánudagurinn 23. ágúst kl. 18:00-22:00

18:00-19:00 Ungir sýnendur
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
20:00-21:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
21:00-22:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10


Aðvenju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur tilþess að styrkja
keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. EnUnglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ,
Pedigree og Royal Canin sendafulltrúa á helstu sýningar erlendis.

Sáungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir áCrufts. Annar stigahæsti
ungi sýnandinn í eldri flokk keppir áHeimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn
keppir áEvrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungusýnendunum á
Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á
tilsettum tíma.
Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót
fyrir hundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur!

19.05.2010

Sólheimakot


Bréf frá HRFÍ:

"Á síðasta fulltrúaráðsfundi miðvikudaginn 5. maí var rætt um Sólheimakot - umgengni og viðhald.
Ákveðið var að stofna nefnd sem myndi sjá um að koma þessu máli í farveg.
Nú vantar okkur sjálfboðaliða og leitum því til félagsmanna okkar og biðjum ykkur um að senda póst á ykkar fólk og athuga hvort ekki leynist þar einhver sem hefur áhuga á smá málingarvinnu og öðru tilfallandi.
Farið verður í viðhaldið á Sólheimakoti í sumar en nánari dagsetning er því miður ekki komin og hugmyndin er að verkið ætti ekki að taka meira en tvær helgar en nauðsynlegt er að fá nöfn sjálfboðaliða fyrir mánaðamót.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í sjálfboðavinnu vinsamlegast sendið e-mail á Sólheimakotnefndina

Ragnhildur Gísladóttir, schnauzerdeild, [email protected]
Guðbjörg Guðmundsdóttir, retrieverdeild, [email protected]
Daníel Hinriksson, chihuahuadeild, [email protected]
Jóna Karlotta Herbertsdóttir, papillon- og phalenedeild, [email protected]
Fyrir hönd nefndarinnarRagnhildur Gísladóttir"

Við hvetjum sem flesta sem sjá sér fært að hjálpa að skrá sig á ofan nefnd netföng. Takið eftir að við getum misst Sólheimakot ef umgengni og viðhald verður ekki meira.

Kv.
Hulda Margrét Óladóttir
Formaður

16.05.2010

Ganga 22. maí

Fyrsta ganga útivistarnefndarinnar verður núna á laugardaginn, 22. Maí kl. 13:00 í Elliðaárdalnum.
Við ætlum að hittast hjá Árbæjarlauginni og labba um dalinn.
Þetta er auðveld gönguleið sem hentar öllum tegundum.
Hvetjum við alla til að mæta og minnum í leið á að þetta er að sjálfsögðu taumganga.
Munið svo eftir kúkapokunum.

Kveðja,
Stjórn Spitzhundadeildar

15.05.2010

Sýningarþjálfanir hjá Spitzhundadeild HRFÍ

Spitzhundadeildin verður með sýningarþjálfanir eftirfarandi daga/kvöld:
16. maí kl. 13:00 í Guðmundarlundi
18. maí kl. 19:30 í neðsta bílastæðakjallaranum Glæsibæ (nýju byggingunni)
20. maí kl. 19:30 í neðsta bílastæðakjallaranum Glæsibæ (nýju byggingunni)
23. maí kl. 19:30 í neðsta bílastæðakjallaranum Glæsibæ (nýju byggingunni)
24. maí kl. 19:30 í neðsta bílastæðakjallaranum Glæsibæ (nýju byggingunni)
26. maí kl. 18:00 í neðsta bílastæðakjallaranum Glæsibæ (nýju byggingunni)
30. maí kl. 19:30 í neðsta bílastæðakjallaranum Glæsibæ (nýju byggingunni)
31. maí kl. 19:30 í neðsta bílastæðakjallaranum Glæsibæ (nýju byggingunni)
1. júní kl. 19:30 í neðsta bílastæðakjallaranum Glæsibæ (nýju byggingunni)
2. júní kl. 19:30 í neðsta bílastæðakjallaranum Glæsibæ (nýju byggingunni)

Skiptið kostar 500 kr. Svo er bara að muna eftir nammi (eða dóti), sýningartaum og kúkapoka.
Allir velkomnir!

Endilega hafði samband við Svönu í síma 695-8581 695-8581 begin_of_the_skype_highlightingeða Stefán í síma 847-5402847-5402 begin_of_the_skype_highlighti end_of_the_skype_highlightingef þið eigið í einhverjum vandræðum með að finna bílastæðakjallarann.

Kveðja,
Spitzhundadeildin

25.04.2010

Spitzhundadeild Hundaræktarfélags Íslands er núna á Facebook.

Endilega bætið okkur við sem vin og fylgist með því sem framundan er hjá deildinni.

Kveðja,
Stjórnin

09.04.2010
 
Fyrirhugað ræktunarnámskeið í maí - Einstakt tækifæri!

Dómararnir Liz-Beth Liljeqvist og Ann-Chatrin Edoff hafa áhuga á að bjóða félagsmönnum HRFÍ upp á ræktunarnámskeið helgina 15.-16. maí, kl. 9:00- 17:00 báða dagana. 

Ann-Chatrin sér um skapgerð og skapgerðarmat hunda en Liz-Beth það sem snýr að byggingu og heildarútliti hunda.  Áhersla verður lögð á 5 hundategundir sem verður ákveðið þegar skráningu lýkur. 

Lágmarksþátttaka er 30 manns. 
Námskeiðsgjald er kr. 9.500

Skráningafrestur er til 16.apríl.

Á námskeiðinu verður stuðst við eftirfarandi atriði:

·        The basic knowledge for breeders to know.

·        Temperament, specific breeds, problems and how to deal with them.

·        What can be done by the breeder before the puppies leave.

·        Anatomy, conformation and proportions of the dog and how do recognise them.  Compare the dog to the standard.

·        How do see faults in your own dog?  How do choose a mate to improve on it.

·        Problems incurred in using popular sires.

·        What do breeder have study before breeding from their dogs.

Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða á netfangið [email protected].
Þátttökugjald verður að greiðast við skráningu annars er skráning ekki staðfest.

28.03.2010
Kæri félagsmaður í Spitzhundadeild HRFÍ

Á nýafstöðnum aðalfundi Spitzhundadeildarinnar var kosin ný stjórn, sem efur nú haldið sinn
fyrsta stjórnarfund og skipt með sér verkum; Hulda Margrét Óladóttir formaður, Tryggvi
Erlingsson gjaldkeri, Þórdís María Hafsteinsdóttir ritari, Stefán Arnarson og Auður Eyberg
Helgadóttir meðstjórnendur.

Stjórnarmenn hafa einsett sér að vinna faglega og að heilindum í störfum sínum í þágu allra
tegunda innan deildarinnar. Til að fá sem gleggstu mynd af hugmyndum ykkar og væntingum
langar okkar að biðja ykkur um að senda deildinni þær og hvaða áherslur þið teljið komi ykkar
tegund til góða í framtíðinni.

Stjórnin hefur í hyggju að styrkja og efla deildarstarfið til muna á þessu ári og til að tryggja sem
mestu breidd milli tegundahópa förum við þess á leit við ykkur ræktendur/eigendur að leggja
okkur lið. Okkur þætti vænt um ef þið vilduð aðstoða okkur með því að hafa samband við ykkar
fólk/vini innan deildarinnar, kynna þeim stöðu mála, og hvetja áhugasama að hafa samband við
okkur. Enn vantar fólk í eftirfarandi nefndir: sýningar-, útivistar-, skemmti-, fræðslu-, dagatals- og
vefsíðunefnd.

Sýningarnefndin sér meðal annars um að manna fólk á sýningum, setja upp og taka niður
sýningar, umsjón með deildarbásnum og sjá til þess að deildin bjóði upp á sýningarþjálfun fyrir
viðkomandi sýningar.

Útivistarnefnd er aðeins umfangsmeiri og hægt er að skipta henni jafnvel niður, s.s. göngunefnd,
dráttarnefnd, og þess háttar. Við þurfum fólk um allt land til að sjá um göngur á sínu landsvæði.

Skemmtinefndin mun sjá m.a. um dagskrá árlegrar útilegu deildarinnar, lokahófið sem og aðra
skemmtilega viðburði fyrir deildina eins og fara út að borða í tengslum við sýningar og fleira.

Fræðslunefnd getur unnið að og eða útbúið skemmtilega pistla um hin ýmis hundamál sem sett
yrði á heimasíðu deildarinnar ásamt því að reyna að fá sérfræðinga til að halda fyrirlestra fyrir
okkur.

Dagatalsnefndin mun sjá um að gera dagatal fyrir árið 2011.

Vefsíðunefnd sér um að hjálpa stjórn að uppfæra heimasíðuna.

Stjórnin mun halda áfram með það góða starf sem hafið var á síðasta ári.
Það sem er nýtt er að vegna góðrar þátttöku í sýningum er nú möguleiki að við getum haldið
okkar eigin deildarsýningu og er vinna við þann undirbúning hafin. Send verður umsókn til stjórnar
HRFÍ og sótt um leyfi til að halda áðurnefnda sýningu. Ef allt gengur upp og deildarsýningin
verður að veruleika mun stjórnin þurfa á aðstoð að halda. Við erum á fullu að leita eftir styrjum frá
einstaklingum og fyrirtækjum, ef þið vitið um einhvern sem gæti verið tilbúinn að styrkja okkur
látið okkur þá vita.
Sú hugmynd hefur komið upp að hafa sameiginlega deildarútilegu í tengslum við sýninguna sem
lið í að tengja fjölskyldur allra tegundahópa betur saman. Þetta gæti þannig orðið upphafið að
enn fleiri uppákomum og ánægjustundum saman með dýrunum okkar.

Á heimasíðu deildarinnar er hægt að skrá væntanleg got og hvetur stjórnin ræktendur til að nýta
sér þennan möguleika.

Þeir sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ og fá þetta bréf eru beðnir velvirðingar en eru um leið hvattir
til að gerast félagsmenn og taka þátt í starfinu með okkur.

Til að skrá sig á póstlista deildarinnar og ef óskað er eftir að fá frekari upplýsingar, sendið okkur
þá tölvupóst á [email protected].

Kær kveðja,
Stjórn Spitzhundadeildar

17.03.2010
Augnskoðun 5. og 6. júní 2010

Dýralæknarnir Finn Bøserup og Jens Knudsen frá Danmörku augnskoða hunda í Reiðhöllinni í Víðidal dagana 5. og 6. júní, í tenglsum við sumarsýningu félagsins, ef næg þátttaka verður.  Virkir félagsmenn geta látið skoða hundana eftir að þeir hafa verið sýndir.

Tímapantanir fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Augnskoðun kostar 5.720.- fyrir hund og er aðeins fyrir virka félagsmenn í HRFÍ.

Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 23. maí.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ
•Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr).
•Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr).
•Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.
•Sé þetta ákvæði ekki uppfyllt hefur hundur, ekki rétt til þátttöku.
(Gildir frá 1. janúar 2004).

27.02.2010

Ný stjórn Spitzhundadeildar

Auður Eyberg Helgadóttir
 Hulda Margrét Óladóttir
Stefán Arnarson
Tryggvi Erlingsson
Þórdís María Hafsteinsdóttir

19.02.2010

Aðalfundur Spitzhunda-deildar


Aðalfundur Spitzhunda-deildar verður haldinn á skrifstofu HRFÍ föstudaginn 26. febrúar kl. 19:00
 
 
Fyrir hönd stjórnar
Tryggvi Erlingsson
formaður
 
16.07.2009
 Breyting á Grundvallarreglum HRFÍ
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands hefur samþykkt breytingar á Grundvallarreglum fyrir
félagsmenn. Eftirfarandi var bætt inn í fyrsta almenna kaflann:

Félagsmönnum í Hundaræktarfélagi Íslands ber að:

1.5. Hvorki styðja né taka þátt í þjálfun, prófum eða keppnum sem byggja á ógnun eða
átökum hunds og manns. Þessi regla gildir um starfsemi á Íslandi. Í
undantekningartilvikum viðurkennir HRFÍ próf og keppnir á vegum erlendra
hundaræktarfélaga þar sem svokölluð varnarvinna er hluti
Með bestu kveðju,
f.h. stjórnar Hundaræktarfélags Íslands

Valgerður Júlíusdóttir

 
12.05.2009

 

Fyrstu hugmyndir afmælisteymis vegna afmælisviku HRFÍ

Mætt var frá öllum deildum nema retrieverdeild, terrierdeild, tíbet spanieldeild schnauzerdeild, papillon-og phalenedeild, vorsthedeild, spitzhundadeild og unglingadeild.

Næsti fundir afmælisteymis verður þriðjudaginn 19. maí kl. 18 á skrifstofu HRFÍ. Þær deildir sem ekki sendu fulltrúa á fyrsta fundinn eru beðnar um að tilnefna tvo aðila.

Ef þið hafið fleiri hugmyndir endilega sendið þær á netfangið [email protected]

 

Eftir fyrsta fund afmælisteymis komu eftir farandi hugmyndir:

 • Slagorð vikunnar:   „Velferð og heilbrigði hunda“, „Besti vinur mannsins“, „Hundur er manns gaman“.
 • Aðgangseyrir:  Hafa armbönd, 3 litir
 • Afmælið stendur yfir tímabilið 21.-29. ágúst þ.e. sýningarhelgin og vikan þar á eftir. Afmælissýning – tvær sýningar, laugardaginn 22. ágúst og 23. ágúst- hægt að skrá á báðar
 • Augnskoðun í tengslum við hundasýningu
 • Viðburðir á hverjum degi seinni part dags eftir sýningu ásamt viðburðum á sýningunni.
 • sýningar eða aðra.  Sýningastjórn sér um útfærslu sýningar.
 • Virkja félagsmenn varðandi fræðslu.  Nýta ræktendur til að vera með fræðslu t.d. undirbúning fyrir got, umönnun hvolpa í gotkassa.
 • Ræktendur með fræðispjall í vikunni á eftir t.d got, undirbúningur f.got ofl.
 • Fyrirlestrar um:
 • Væntanlegir hundaeigendur – Á ég að fá mér hund?
 • Tilvonandi hundaeigendur
 • Early neurological stimulation- um hvolpa /fæðingu
 • Einn fyrirlestur á dag þar sem vinna er kynnt t.d. spor, blóðspor, veiði
 • Snyrtingu
 • Fyrir hunda sem þarf að reyta
 • Fyrir hunda með mikinn feld
 • Bygging hunda á Íslensku
 • Fæðing,  meðganga osfrv. Frá A-Ö öll vandamál ofl.  Fá reynda ræktendur til að fræða
 • Tannhreinsun
 • Augnsjúkdómar
 • Atferli
 • Tannvernd hunda
 • Námskeið í snyrtingu og umhirðu hunda
 • Fræðslufundir um snyrtingu cavalierhunda og fleiri hundategunda
 • Kynning á hundategundum eða öðru tengt hundum
 • Kynning t.d. 1-2 kvöld þar sem allar tegundir eru kynntar og hver tegund hefur sitt þema, einnig hægt að hafa sölubás – vera t.d. í reiðhöll
 • Heilbrigði hunda – tannvernd – fræðsla um sjúkdóma t.d. augnsjúkdómar, fá dýralækna
 • Dýralæknastofur haldi fræðsluerindi á sínum stofum afmælisvikuna, fá einn dýralækni frá hverrri dýralæknastofu til að vera með fyrirlestur.
 • Enda afmælisvikuna á hátíð fyrir félagsmenn og hundagöngu fyrr um daginn
 • Ganga í Nauthólsvík,
 • Ganga í Elliðaárdal,
 • Ganga í Laugardag
 • Ganga niður Laugaveginn – enda við Ingólfstorg (kaffihús, ísbúðir-business), tegundir hópa sig saman og hafa tegundakynningu þar sem almenningi gefst kostur á að tala við hundana.
 • Íþróttadeild vera með hundafimi tæki, sýningu og leyfa fólki að prófa
 • Look like keppni sem skemmtiatriði en með dómnefnd.  Ath. Nánari útfærslu
 • Tískusýning hunda
 • Tegundakynningar- tegundakynningar sniðið að almenningi- básar frjálslega skreyttir
 • Kynna hlaupahjól sem hundar draga
 • Smalahundasýning með rollur, smalahundapróf
 • Veiðihundadeild með sýningu eða keppni í retriever
 • Mjóhundadeild með beituhlaup - gamnikeppni
 • Andasmölun
 • Hlýðnisýning/keppni þar sem t.d. 3 dómarar dæma á sama tíma
 • Kynning á lögregluhundum (fíkniefnahundum) bæði fyrirlestur og verklegt
 • Fuglahundadeild með afmælispróf – alhliðaveiðipróf t.d. 28. Eða 29. ágúst, vantar nánari útfærslu.
 • Hundafimi í fjölskyldugarðinum – virkja íþróttadeild alla vikuna t.d. vera með sýningar á Tjarnartúni og Klambratúni
 • Formenn deilda finna einstaklinga innan þeirra deilda til að undirbúa 15-20 mín. Fyrirlestur um algengustu tegundir í öllum tegundahópnum.
 • Fræðsla um sögu tegundanna, tilgang osfrv.  Hafa 1-2 hunda á kynningunni.
 • Galakvöld með fyrirfram seldum miðum – árshátíðarstemming t.d. Gullhamrar, Loftleiðir, Hótel Saga, Rúbin (Öskjuhlíð)
 • Kynning á vinnuhundum (lögregla, tollur, björgunarh., Rauði kross osfrv. Blindrahundur. 
 • Fá fíknileitarhunda sýna vinnu
 • Kerrudráttur
 • Hjólasleðadráttur
 • Hundadans
01.05.2009

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands

 verður haldinn í félagsheimili Fáks í Víðidal

 miðvikudaginn 13. maí kl.20:00

Dagskrá:

1.   Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2.   Skýrsla stjórnar HRFÍ
3.   Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4.   Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5.   Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6.   Lagabreytingar
Engar tillögur að lagabreytingum liggja fyrir
7.   Kosning formanns HRFÍ og annarra stjórnarmanna skv. 10.gr.
Úr stjórn ganga:
Jóna Th. Viðarsdóttir             formaður
Gunnlaugur Valtýsson           meðstjórnandi og gjaldkeri
Margrét Kjartansdóttir           meðstjórnandi
Björn Ólafsson                     varamaður
Í framboði í formannskjöri:
Jóna Th. Viðarsdóttir
Í framboði í stjórnarkjöri:
Auður Sif Sigurgeirsdóttir       meðstjórnandi/varamaður
Björn Ólafsson                      meðstjórnandi
Guðbjörg Guðmundsdóttir     meðstjórnandi
Karen Gísladóttir                   meðstjórnandi
Margrét Kjartansdóttir           meðstjórnandi
Valgerður Stefánsdóttir          varamaður

8.   Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9.   Kosning siðanefndar
10. Önnur mál

Það skal áréttað, samkvæmt lögum HRFÍ, að kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund. Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds 2009 voru sendir til félagsmanna í janúar.

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands
26.02.2009

Aðalfundur Spísshundadeildar 

Aðalfundur Spísshundadeildar verður haldinn laugardaginn 28 mars,  kl: 18 í sal Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15, 2. hæð.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Kosið verður um 3 stjórnarsæti til eins árs og hvetjum við dugmikið fólk til að bjóða sig fram.
Æskilegt er að sem flestar tegundir innan deildarinnar eigi fulltrúa í stjórn.
Tekið verður á móti framboðum á fundinum.


fh. stjórnar Spísshundadeildar HRFÍ
Tryggvi Erlingsson
form.

26.02.2009
Hundakynningar í Garðheimum

Millistórir og stórir hundar
Laugardagurinn 21. og Sunnudagurinn 22. Mars.Tilgangur kynningarinnar er að sýna almenningi fjölbreytileika hunda á Íslandi og að gefa almenningi kost á að nálgast og fræðast um þessa hunda hjá eigendunum.

Einungis og án undantekningar verður um HRFÍ viðurkennda hunda að ræða.


Hundakynningar eru orðnar fastur viðburður hjá Garðheimum.
Fólk er nú þegar farið að hafa samband og spyrja hvenær næsta hundakynning verði.

Kynningin er opin almenningi frá klukkan 12-17 báða dagana

Sýnendur verða að vera mættir með dýrin og fylgihluti í síðasta lagi kl 11.30 báða daga

Ef einhverjir fylgihlutir eru sem þurfa einhvern undirbúning er nauðsynlegt að koma með þá
deginum áður.

Vegna ábendinga vil ég koma því á framfæri að allir þeir sem vilja kynna sína tegund eiga að hafa samband við tengiliði eða stjórnarmenn sinnar deildar. Stjórnir eða tengiliðir viðkomandi deilda skipuleggja sín svæði og raða hundum niður á tíma.

Hver hundategund sem verður á kynningunni verður kynnt á spjaldi við tegundina.
Að sjálfsögðu er hverri deild velkomið að vera með eigið kynningarefni um sína tegund.
Til að lífga upp á er sjáfsagt mál að skreyta “sitt” svæði í tengslum við tegundina.

Á sýningunni þyrftu að vera í það minnsta 10-12 tegundir hvern dag og að sjálfsögðu fleiri en einn af hverri tegund til þess að mögulegt sé að hvíla hundana með reglulegu millibili.

Mjög áhugavert væri ef einhverjar af nýrri tegundunum á Íslandi væru á kynningunni því afar oft finnum við fyrir því að almenningur gerir sér ekki grein fyrir því hve mjög hundaflóran hefur stækkað undanfarin ár.

Á síðustu stórhundakynningu voru 20 tegundir og heppnaðist sú sýning með eindæmum vel.

Skemmtilegast væri ef sem flestar tegundir gætu verið með því það virkar bara eins og gott krydd í tilveruna.

Gaman væri að sjá ný andlit (bæði eigendur og hunda). Því fleiri tegundir því betra.


Planið er að á sýningunum verði:

Dýralæknir til skrafs og ráða

Hundasnyrtir með öllu sem honum fylgir ( hugsanlega sýnikennsla?)

Pro-plan hundafóður með kynningu og tilboðsverð

Royal canin hundafóður með kynningu og tilboðsverð

Hills hundafóður með kynningu og tilboðsverð

Eukanuba hundafóður með kynningu og tilboðsverð

Garðheimar með tilboð á ýmsum hundavörum ( leikföng, ólar, ofl.)

HRFÍ með fólk á staðnum og kynnir starfsemi sýna og tilgang?

Lukkupottur þar sem hundaeigendur geta fyllt út miða með nafni og símanúmeri.. Dregið verður úr pottinum í vikunni á eftir og veglegir hundafóðurspakkar í verðlaun ásamt hundaleikföngum.

Kynningar síðustu ára voru hundunum, eigendunum og okkur til afar mikills sóma.
Almenningur talaði mikið um þessar kynningar mánuðina á eftir.
Ég tel því að með því að endurtaka leikinn af sama áhuga og myndarskap og fyrri ár mun þessi atburður festast endanlega í hugum fólks sem eitthvað jákvætt og skemmtilegt.

Íslensk hundamenning batnar ár frá ári með meiri skilningi almennings.

Af gefnu tilefni vil ég koma því á framfæri að þetta er hundakynning og sem slík gengur hún út á að kynna hinar mismunandi tegundir hunda sem til eru á Íslandi. Þetta er ekki sölusýning og því er bein sala á hundum hér á staðnum ekki leyfð.

Að síðustu vil ég koma þeim eindregnu tilmælum til hundaeigenda að lóða tíkur hafa afar slæm áhrif á karlhundana og því væri best ef lóða tíkur væru heima. Að sjálfsögðu sjá eigendur um að hundarnir þeirra séu bólusettir og ormahreinsaðir því það kemur okkur öllum til góða.

Kær kveðja og með bros á vör.
Anton Magnússon
[email protected]

Garðheimar
S:540-3300
Fax: 540-3301

11.02.2009

Augnskoðun 8. - 9. maí 2009

Dýralæknirinn Finn Bøserup frá Danmörku augnskoðar hunda í Sólheimakoti 8. - 9maí n.k.

Tímapantanir fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Augnskoðun kostar 5.200.- fyrir hund og er aðeins fyrir virka félagsmenn í HRFÍ. 

Takmarkað pláss er í hverja augnskoðun og rennur skráning út viku fyrir auglýsta skoðun.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Tvisvar sinnum á ári koma hingað til lands dýralæknar með sérmenntun í augnsjúkdómum hunda.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ

 • Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr).
 • Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr).
 • Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.
 • Sé þetta ákvæði ekki uppfyllt hefur hundur, ekki rétt til þátttöku.
 • (Gildir frá 1. janúar 2004).

 

 

 

04.01.2009
Nú er farið að styttast í sýninguna helgina 28.febrúar - 1.mars og eins og áður verða síðustu þrjár
sýningaþjálfanirnar hjá unglingadeildinni í reiðhöll Fáks í Víðidal næstu sunnudaga fram að sýningu.
Það er mikilvægt að þeir sem taka þátt í sýningaþjálfununum mæti á réttum tíma. Sunnudagarnir sem
um ræðir eru sunnudagarnir 8. febrúar, 15. febrúar og 22. febrúar.

kl 17 - 18 Ungir sýnendur
kl 18 - 19 Tegundahópar 1, 2 og 8
kl 19 - 20 Tegundahópar 3, 4, 6 og 9
kl 20 - 21 Tegundahópar 5, 7 og 10

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur
Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Dýrheima og SS sendir
fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á
Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti
ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu
sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Mikilvægt er að hafa meðferðis sýningartaum, kúkapoka og nammi eða dót fyrir hundinn.

Með vonum að sjá sem flesta,
Stjórn Unglingdeildar

23.01.2009

Nýjar og breyttar ræktunarreglur hjá tegundum innan Spísshundadeildar

Á stjórnarfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 14. janúar sl. samþykkti stjórn félagsins tillögu stjórnar
Spísshundadeildar um ræktunarkröfur á tegundum innan deildarinnar.
Reglur þessar taka gildi 1. mars 2009.
  
 

Alaska Malamute

 • Mjaðmamyndir:

          Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.

 • Augnvottorð:
       Vottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða við pörun.

Siberian Husky 

 • Mjaðmamyndir:

          Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.

 • Augnvottorð:
       Vottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða við pörun.
       Greinist hundur með staðfesta arfgenga starblindu (katarakt) mun hann verða
       skráður í ræktunarbann.
   

Samoyed

 

 • Mjaðmamyndir:
       Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.
 • Augnvottorð:
       Vottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða við pörun.

 
West Siberian Laika
 

 • Mjaðmamyndir:
       Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.
 • Augnvottorð:
       Vottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða við pörun.
   

Chow Chow

 • Mjaðmamyndir:
       Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.
 • Olnbogamyndir:
       Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.
   

Basenji

 • Fanconi Syndrome: Gerð er sú krafa að framkvæmd séu DNA próf (genetic linkage

          marker test) fyrir Fanconi Syndrome. Skilyrði er að annað hvort ræktunardýranna
  sé arfhreint (clear to clear). Ef niðurstöður sýna fram á veikan einstakling skal hann
  settur í ræktunarbann.

Pomeranian

 • Augnvottorð:
       Vottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða við pörun.
21.01.2009
Frá Unglingadeild.

Vegna frábærar þátttöku félaga HRFÍ á sýningarþjálfanir Unglingadeildarinnar í byrjun árs hefur
Unglingadeildin ákveðið að breyta örlítið skipulaginu. Hingað til hefur skipulag sýningarþjálfunarinnar
verið þannig að allir tegundarhópa eigi að mæta á sama tíma. En eins og fyrr sagði hefur þátttakan
verið það góð að þjálfarar unglingadeildarinnar ná ekki að sinna hverjum og einum eins og best væri á
kosið. Til þess að koma í veg fyrir að svo verði áfram verða höfum við ákveðið að skipta
sýningarþjálfuninni upp, það er að segja. Ungir sýnendur verða frá 17-18, tegundarhópar 1-5 frá 18-19 og
tegundarhópar 6-10 frá 19 – 20.

Við vonumst til að þetta leiði til betri og skipulagðari sýningarþjálfana. Við erum afskaplega þakklátar
fyrir þessa góðu mætingu og þann mikla stuðning sem félagsmenn hafa sýnt okkur, því munum við áfram
reyna að gera okkar besta til að sýningarþjálfunin megi vera sem nytsamlegust. Liður í því er að fjölga
tímunum og þjálfurum.

Við biðjumst jafnframt velvirðingar á þeim óþægindum sem þið kunnið að hafa orðið fyrir vegna
plássleysis á sýningarþjálfunum undan farin tvö skipti.

Sýningarþjálfanir verða þá sem hér segir:

Sunnudaginn 25. janúar í Gusti:
Ungirsýnendur kl. 17-18,tegundarhópur 1-5 kl. 18-19 og tegundarhópur 6-10 kl. 19-20
Sunnudaginn 1. febrúar í Gusti:
Ungirsýnendur kl. 17-18,tegundarhópur 1-5 kl. 18-19 og tegundarhópur 6-10 kl. 19-20

Sunnudaginn 8. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. febrúar: Auglýst síðar.

Jafnfram vegna góðrar mætingu verður óþarft að skrá sig á sýningarþjálfanirnar 8- 22 febrúar.
Við þökkum þó þær góðu undirtektir sem við fengum, en fjöldi skráninga hefur borist.

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur
Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Dýrheima og SS sendir
fulltrúa á helstu sýningar erlendis.
Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi
sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á
Evrópusýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri
flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.
Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

F.h. stjórnar Unglingadeildarinnar,

Jónína Sif

15.01.2009
Nýr tími
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna breytast tímarnir í sýningaþjálfun Unglingadeildarinnar í Gusti frá og
með sunnudeginum 18. Janúar og verða sem hér segir frá klukkan 18:00-19:00 ungirsýnendur og frá
19:00 - 20:00 sýningaþjálfun fyrir hinn almenna sýnanda.

Sunnudaginn 18. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20
Sunnudaginn 25. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20
Sunnudaginn 1. Febrúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20
Sunnudaginn 8. Febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. Febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. Febrúar: Auglýst síðar.

08.01.2009
Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu félagsins hefst sunnudaginn 11.
janúar. Sýningaþjálfunin fer fram í Gusti sunnudagana 11., 18., 25. og 1. febrúar. En staðsetning
seinni þrjá sunnudagana verður auglýst síðar.

Hinsvegar vegna aukins fjölda á sýningaþjálfunum Unglingadeildarinnar, verða síðustu þrír
sunnudagarnir bundnir skráningu.Þannig mun unglingadeildin geta raðað niður hundum þannig að
hæfilegur fjöldi sé í hverjum tíma og með því minnkað bið og aukið gæði þjálfunarinnar.
Sama verð verður á þessum sýningarþjálfunum og hefur verið, hins vegar þarf að greiða fyrir alla
þrjá tímana í fyrsta tímanum. Skráningingu lýkur Sunnudaginn 25 janúar en tekið er við skráningu
á [email protected] Það sem þarf að koma fram í skráningu er Nafn og símanúmer eiganda sem
og nafn og tegund hunds.

Það er von stjórnar unglingadeildarinnar að þetta mælist vel fyrir, en með þessu móti erum við að
reyna að koma við móts við hinn almenna sýnanda.
Til að gera langt mál stutt:
Sunnudaginn 11. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19
Sunnudaginn 18. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19
Sunnudaginn 25. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19
Sunnudaginn 1. Febrúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19

Sunnudaginn 8. Febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. Febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. Febrúar: Auglýst síðar.

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur
Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ senda fulltrúa á helstu
sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts.
Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti
ungisýnandinn keppir á Evrópu sýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu
ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum
tíma. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir
hundinn.

Kær kveðja,
Jónína Sif, formaður Unglingadeildar.

07.01.2009

Tilkynning frá sýningastjórn

Tvær breytingar á sýningareglum taka gildi 1. janúar 2009. Þær eru eftirfarandi:

II. kafli, Sýningaskilmálar, 2. gr, fyrri mgr, breytist þannig, að í stað þess að kveða á um að sýnandi hunds verði að vera fullra 13 ára, skal hann að lágmarki verða 13. ára á árinu. Fer þá saman aldurslágmark sýnenda og eldri hóps ungra sýnenda, sbr. ákvæði XII kafla um unga sýnendur: "Aldurslágmark sýnanda hunds skal vera 13. ára (ártal gildir). Í dómi skal sýninganúmer hunds vera skýrt á hægri hlið sýnanda."

XIV. kafli, Einkunna- og verðlaunaborðar, borðar fyrir einkunnir Excellent, Very Good, Good og Sufficient, breytast þannig að einn litur verður fyrir hverja einkunn:
Excellent / 1. sæti: rauður borði
Very Good / 2. sæti: blár borði
Good / 3. sæti: gulur borði
Sufficient / 4. sæti: grænn borði
.

Samræming á sýningareglum hundaræktarfélaga Norðurlandanna er nú í fullum gangi og gera má ráð fyrir frekari breytingum á reglum okkar þegar henni lýkur. Ekki er þó gert ráð fyrir neinum grundvallarbreytingum á núverandi sýningakerfi. Þess má geta, að aðrar Norðurlandaþjóðir hyggjast taka upp FCI-einkunnir (Excellent, Very Good osfmv.) og haga borðalitum þannig að einn litur sé fyrir hverja einkunn. Þá hefur sýninganefnd, í samstarfi við stjórn HRFÍ, ákveðið að draga saman seglin í kostnaði við sýningar og hætta að veita hvítar og bláar rósettur fyrir alþjóðlegt meistarastig annars vegar og BHT II sæti hins vegar. Þess í stað verður hægt að kaupa rósetturnar á kostnaðarverði á bás HRFÍ á sýningum eða á skrifstofu félagsins, eftir sýningar, gegn framvísun umsagnarblaðs. Eftir sem áður verða veittar rósettur fyrir besta hund tegundar og í úrslitum sýningar.

Í öðrum fréttum má nefna, að þann 1. janúar 2009 tóku í gildi nýjar reglur hjá aþjóðasamtökum hundaræktarfélaga, FCI, um aþjóðlegan sýningameistaratitil (C.I.E) fyrir þau hundakyn sem sett eru undir vinnupróf í FCI Breeds Nomenclature. Til að eiga kost á þessum nýja titli, þurfa hundar af viðkomandi kynjum að hafa hlotið fjögur aþjóðleg meistarastig (CACIB) í a.m.k. þremur löndum og undir þremur dómurum. Eitt ár og einn dagur þarf að lágmarki að líða á milli fyrsta og síðasta stigs. Hundaræktarfélag Íslands hefur fengið sömu undanþágu hjá FCI vegna þessa titils og það hefur vegna IntCh titils; þ.e. að íslenskir hundar geti safnað stigunum hér á Íslandi, en frá þremur dómurum sem koma frá amk. þremur mismunandi löndum.

FCI hefur einnig óskað eftir því að skammstafanir fyrir titla verði samræmdar á eftirfarandi hátt: C.I.B. (Alþjóðlegur fegurðarmeistari) - samsvarar núverandi INTCH / INTUCH skammstöfun C.I.T. (Alþjóðlegur vinnumeistari) C.I.E. (Alþjóðlegur sýningameistari) - nýi titillinn, sbr. að ofan.

Sýningastjórn óskar félagsmönnum gleðilegs nýs árs og þakkar starfsfólki sýninga, sýnendum og öðrum sem að sýningum hafa komið á árinu, kærlega fyrir samstarfið.

21.12.2008


Stjórn Spisshundadeildarinnar óskar öllum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

09.10.2008

Gleðiganga og gleðiball HRFÍ laugardaginn 1. nóvember

 
Laugavegsganga HRFÍ verður laugardaginn 1. nóvember n.k. 
Hundar og mannfólk leggja af stað frá Hlemmi kl.13:00, gengið verður niður Laugaveg og endað í Hljómskálagarðinum. 
Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn í göngunni. 
 
ÞEGAR KVÖLDA TEKUR........TEKUR GLEÐIN VÖLD  
Gleðiball verður í félagsheimili Andvara þar sem diskótekið Dísa stjórnar stuðinu fram á nótt.
Veitingar eru seldar á góðu verði en leyfilegt er að koma með eigin drykkjarföng.
Húsið opnar kl.20:00. 
Kreppuverð kr. 1.500 miðinn. 
Hægt er að kaupa miða á skrifstofu, í göngunni hjá Valgerði eða við inngang í félagsheimili Andvara.
Hlökkum til að skemmta okkur saman í kreppunni.

 

07.10.2008

Alain Fontbonne dýralæknir með fyrirlestur 30. október nk.

Alain Fontbonne dýralæknir verður með fyrirlestur fyrir félagsmenn HRFÍ fimmtudaginn 30. október

Fyrirlestur Alain Fontbonne dýralæknis verður í Gerðubergi fimmtudaginn 30. október kl. 19:30, í boði Royal Canin, Dýrheima s/f.  Helstu sérsvið dýralæknisins eru ófrjósemi hunda og katta, sæðingar, undirstöðurannsóknir á sviði glasafjóvgunar og vöxtur fóstra, sjá nánari upplýsingar um Alain Fontbonne hér.   Þetta er frábært tækifæri fyrir ræktunarstjórnir og alla þá sem hafa áhuga á ræktun.

Kaffiveitingar.

Vinsamlegast skráið ykkur á skrifstofu félagsins fyrir 25 október.

30.09.2008

Framhaldsræktunarnámskeið (anatomy and judging)

Framhaldsræktunarnámskeið (anatomy and judging) fyrir þá sem voru á byrjendanámskeiði 11. og 12. júlí 2008 verður haldið í Sólheimakoti 30. október 2008

Leiðbeinandi: Hans-Åke Sperne frá Svíþjóð

Fimmtudagur 30. ágúst
17:00 Námskeið byrjar
19:00 Hlé
21:00 Námskeiðslok

Boðið verður uppá kaffi, kex og drykki. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma með nesti.

Vinsamlegast staðfestið skráningu sem fyrst á skrifstofu HRFÍ eða á www.hrfi.is

30.09.2008

Ræktunarnámskeið (anatomy and judging) fyrir byrjendur

Ræktunarnámskeið (anatomy and judging) fyrir byrjendur
Haldið í Sólheimakoti 31.október og 1. nóvember 2008

Leiðbeinandi: Hans-Åke Sperne frá Svíþjóð

Föstudagur 31. október 
17:00 Námskeið byrjar 
19:00 Hlé 10:30 Kaffihlé
21:00  Námskeiðslok 

Laugardagur 1. nóvember
09:00 Námskeið byrjar
10:30 Kaffihlé
12:00 Námskeiðslok

Boðið verður uppá kaffi, kex og drykki. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma með nesti.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst á skrifstofu HRFÍ eða á www.hrfi.is

Námskeiðsgjald kr.4.500.-

Mappa með námskeiðsgögnum verður afhent þátttakendum fyrir námskeiðið.

16.09.2008

Ræktun með tilliti til bættrar heilsu – áhersla á veikleika í liðum.

Ræktun með tilliti til bættrar heilsu – áhersla á veikleika í liðum.

Sofiu Malm verður með fyrirlestur um “Ræktun með tilliti til bættrar heilsu – áhersla á veikleika í liðum” laugardaginn 25. október n.k. í kaffisal reiðhallarinnar í Víðidal frá kl. 9:30-16:00. . Fyrirlesturinn verður á ensku.  Boðið er upp á léttan málsverð og kaffi Aðgangseyrir er kr. 6.000.

Dagskrá:

Kl. 9:30            Fyrirlestur hefst
Kl.10:45           Kaffihlé
Kl.12:00           Matarhlé (30 mín)
Kl.14:00           Kaffihlé
Kl.16:00           Námskeiðslok

Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða www.hrfi.is.

Ræktun með tilliti til bættrar heilsu – áhersla á veikleika í liðum
Hundarækt er ekki málefni sem varða bara einstaka ræktendur heldur einnig ræktunardeildir, hundaræktarfélög, erfðafræðinga, dýralækna og yfirvöld.  Til að halda við góðri ræktun verður erfðafræðilegt mat og val á einstaklingum að byggjast á nákvæmum upplýsingum um einstök ræktunardýr og tegundina í heild.  Aðgangur að upplýsingum og gögnum um erfðafræðilegt mat er þess vegna mikils virði.   Þar að auki eru skyldleikaútreikningar og DNA próf notuð við erfðafræðilegt mat við rannsókn á sumum erfðasjúkdómum.

Fyrirlestur Sofiu um ræktun með tilliti til bættrar heilsu, sænskra hunda, með áherslu á veikleika í liðum gefur innsýn inn í þau gögn og aðferðir sem notuð eru í ræktun heilbrigðari hunda í Svíþjóð.  Mjaðma- og olnbogalalos eru mjög algengir erfðafræðilegir veikleikar sérstaklega í stærri tegundum.  Í Svíþjóð og fleiri löndum hefur verið gert átak til að bæta ræktun með tilliti til þessara veikleika í mörg ár.  Flestar áætlanir sem miða að fækkun hunda með mjaðma- og/eða olnbogalos hafa hingað til verið byggðar á sömu skilyrðum fyrir öll ræktunardýr í tegundinni.  Því miður hefur það ekki borið árangur í mörgum tegundum.  Ræktunarmat fyrir ræktunardýr með tillit til HD og ED hefur nýlega verið kynnt og innleitt hjá sænska hundaræktarfélaginu, SKK.

Sofia Malm er með meistaragráðu á landbúnaðarsviði (MSc in Agriculture) með dýrafræði sem sérsvið frá Swedish University of Agricultural Sciences, SLU, í Uppsala.  Hún er núna doktorsnemi (PhD) í sama skóla.  Rannsóknarverkefni hennar miðast að því að fækka tilfellum sænskra hunda sem greinast með mjaðma- og/eða olnbogalos.  Helstu markmið verkefnisins er að afla betri þekkingar á erfðum og umhverfisþáttum sem hafa áhrif á mjaðma- og olnbogalos, að þróa líkan sem hægt er að nota til að reikna út ræktunarmöguleika þessa veikleika og finna tengsl milli greininga á mjaðma- og olnbogalosi og tilfella þar sem hundar eru með skýr sjúkdómseinkenni.  Þar að auki tekur Sofia Malm þátt í rannsóknarverkefnum sem rannsaka hvernig heilbrigði og hegðun erfast í hundum í Svíþjóð.  Hún situr í ræktunarnefnd sænska hundaræktarfélagsins, SKK, þar sem unnið er að erfðamati og þróun á ræktunarstefnu ýmissa hundategunda.  Einnig kennir hún háskólanemendum og hundaræktendum erfðafræði og hundarækt.

Samstarfsaðili HRFÍ, VÍS Agria styrkir þennan fyrirlestur.

02.10.2008
 
1. NÓVEMBER - TAKIÐ DAGINN FRÁ FYRIR ÁRLEGU LAUGARVEGSGÖNGU HRFÍ
 
Ganga og gleði verður með breyttu sniði þetta árið, þó ekki gangan sjálf.  Nánar auglýst síðar.
 
F. h. undirbúningsnefndar
 
Björn Ólafsson
Hanna Björk Kristinsdóttir
Valgerður Júlíusdóttir
 
01.10.2008

SMÖLUN - LEITIR

Laugardaginn 4. október fer fram seinni leit í afrétti Seltjarnaneshrepps hins forna. Þetta er svæðið innan svokallaðrar höfuðborgargirðingu og afmarkast til norður af Nesjavallavegi og síðan af girðingunni í suður og austur upp að Litlu Kaffistofu. Á sama tíma er smalað í Mosfellsveit í norður frá Nesjavallavegi og Grafning, og í austur af Ölfusingum frá Litlu Kaffistofunni.

Áætlað er að leitir hefjist um morguninn uppúr kl 10 um morguninn og ef vel gengur þá sé öllu lokið um hádegi. Þetta er náttúrulega há því að vel viðri.

Ástæða þess að ég skrifa ykkur er að í fyrra drógst framyfir hádegi að við gætum hafið leit og um kl. 14 var kominn hópur af fólki að þjálfa fjárhunda inni á leitarsvæðinu og olli verulegum töfum og ónæði við leitarstörf. Aðspurð sögðust þau vera félagar í Hudraræktarfélaginu með æfingu.

Því viljum við fara þess á leit að ekki séu settar á æfingar á þessu svæði þegar leitir eru. Aftur á móti þá myndum við ekki slá hendinni á móti því að fólk með “vel þjálfaða” leitarhunda (ekki of marga þó) tæki þátt í leit með okkur. Gæti verið gaman fyrir þessa hundeigendur sem ég geri ráð fyrir að séu af höfuðborgarsvæðinu að reyna hunda sína við raunverulega smölun.

Með von um góðar undirtektir

Árni Ingason

Formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur