Spitzhundadeild HRFI

Stigahæsti hundur deildarinnar 2013 Væntanlegt!!

Pomeranian

Pomeranian er norræn tegund sem á uppruna sinn að rekja og tekur nafn sitt af “Pomerania”, sem nú er staðsett í Þýskalandi. Þar voru þeir ræktaðir niður í núverandi stærð 1,4 - 3,2 kg, frá stærri forfeðrum þeirra sem voru notaðir til að gæta og draga sleða. Vinsældir pommans jukust mikið þegar Viktoria Englands drottning eignaðist “Marco” fyrsta Pomeranian hundinn sem var leyfður í sýningarhringnum.

 

Pomeranian er úthverfur, afar gáfaður og líflegur hundur, einnig er hann mjög öruggur og hefur verið lýst sem montinn. Þetta allt gerir hann að frábærum félaga sem og mjög kappsfullum sýningarhundi. Pommar þurfa eigendur sem eru ekki hræddir við að sýna hundinum hver sé húsbóndinn, því þeir eru mjög öruggir með sjálfa sig og eiga ekki í vandræðum með að koma sér á efsta stall á heimilinu. Pommarnir þurfa mikla athygli, svo vertu tilbúinn að takast á við truflanir og óeyrðir á meðan þú ert að horfa á sjónvarpið, lesa blaðið eða ert í tölvunni. Þeir setjast fyrir framan andlitið á þér svo þú sjáir ekki sjónvarpsskjáinn eða blöðin og setja loppurnar fyrir þig á lyklaborðinu, þeir gera hvað sem er til að fanga athyglina sem þeir sækjast eftir. Þessir litlu hundar eru með risa stóran persónuleika, hver og einn er með sinn sérstaka og skemmtilega karakter.

 

Pommarnir eru mjög vingjarnlegir, fjörugir og athafnasamir. Þrátt fyrir stærðina eru þeir mjög úthaldssamir og þreytast seint. Þeir njóta langra og góðra göngutúra með eigendum sínum til hins ýtrasta. Þeim finnst einnig mjög gaman að vera úti í garði, þó þeir hafi ekki meiri félagskap en blómin og getur verið mjög athyglisvert og fyndið að fylgjast með þeim.
Tegundin getur ofverndað húsbændur sína mjög mikið þegar þeir halda að þeim stafi ógn af einhverju. Þessi hegðun leiðir þá til þess að verða tortryggnir í garð ókunnugra. Vinskapur pommans þarf oft að vera áunninn, það er í flestum tilfellum mjög auðvelt. Pomeranian eru mjög opinskáir og geta tileinkað sér að gelta óhóflega við margar aðstæður ef hegðunin er verðlaunuð (t.d. leyft að betla mat). Uppeldi þeirra og þjálfun er mestu um að kenna ef hundarnir hafa tileinkað sér þessa slæmu hegðun. Mikilvægt er að umhverfisvenja pommana sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann þrói þetta með sér og byrja að húsvenja þá sem yngsta til að ná sem bestum árangri. Þeir eru mjög gáfaðir og eru auðveldlega húsvandir og þjálfaðir. Þeir eru virkilega hlýðnir og húsbóndahollir. Pomminn er góður með öðrum heimilishundum, dýrum og fólki, en geta reynt að ráða yfir ókunnugum hundum þó þeir séu miklu stærri en pomminn er. Með réttri þjálfun er Pomeranian fullkomið gæludýr.

 

Þrátt fyrir að fólk haldi að Pomeranian séu kjölturakkar, þá gjarnan líkar þeim ekki að haldið sé á þeim og geta oft ekki setið kyrrir hjá manni of lengi, en það er þó mjög misjafnt eftir hverjum og einum pomma fyrir sig, þeir geta einnig verið mjög miklar kelirófur og vilja helst ekki annað en að fá að sitja í fanginu á manni og fá endalaust klapp og kjass.Þeir eru ákaflega tryggir og vilja oft liggja eða sitja við fætur eigenda sinna.

Útaf stærðinni þá henta þeir vel í litlar íbúðir, en þeim tekst að aðlagast flestum aðstæðum og umhverfum. Það er mjög auðvelt að venja pommann á að vera einn heima og getur hann verið það klukkutímum saman án þess að valda óskunda. Pomeranian geta verið mjög fjölbreyttir í útliti, feld, litum og mynstri.

 

Þegar tegundinni er lýst er oft sagt að hún sé alls ekki góð með börnum, það er einfaldlega ekki rétt. Ung börn geta oft ekki hamið sig nálægt svona litlum hundum, sem veldur því að þeim finnst sér vera ógnað og verja sig með gelti eða glefsi. Alveg eins og með aðra hunda skiptir máli að hundurinn fái að umgangast kurteis börn og skilningsríka foreldra. Það á einfaldlega aldrei að skilja börn ein eftir með hundum.

 

Text: Sonja Ólafsdóttir

Pomeranian ræktendur